
Hvað er markaðssetning á samfélagsmiðlum?
Markaðssetning á samfélagsmiðlum hefur mismunandi tilgang, en snýst einna helst um það að koma vöru eða þjónustu á framfæri með því markmiði að auka vörumerkjavitund, auka sölu eða kalla fram svörun við efni sem fyrirtækið deilir, hvort sem það eru myndbönd, ljósmyndir eða grafískir borðar.
Mismunandi miðlar standa fyrirtækjum til boða, en Ísland er í þeirri einstöku stöðu að fjöldi virkra notanda á t.d. Facebook og Instagram er nokkuð yfir 90% og hafa þeir miðlar notið mestra vinsælda meðal fyrirtækja hérlendis.
Þó ber einnig að nefna miðla eins og TikTok, LinkedIn, Pinterest og YouTube, þó fyrstu þrír eru að einhverju leiti takmarkandi hér á landi sökum þess að það er ekki hægt að nota miðlana í kostað auglýsingaefni.
Lykilþættir
í markaðssetningu
á samfélagsmiðlum
Stefna
Hvert er markmiðið með efninu? Lykilatriðin hér eru af hverju, hvar og hvað. Af hverju ætlar þú að setja þessa færslu út og hvar ætlar þú að pósta færslunni (á Instagram, Facebook, LinkedIn…).
Auk þess þarf einnig að fylgjast með markmiði færslunnar, viltu fleiri heimsóknir á heimasíðuna eða segja fleirum frá vörunni þinni.
Birtingar
Felur í sér að búa til efni fyrir samfélagsmiðlana út frá stefnunni. Þú ákveður hvernig þú tímasetur og stjórnar efninu þínum, hversu oft þú birtir færslur og hvenær.
Hér getur verið gott að nýta sér annað hvort kerfi sem miðlanir bjóða upp á, eða kerfi frá þriðja aðila eins og HootSuite, Later, eða samskonar kerfi.
Fylgjendahópurinn
Þú ert með fulla stjórn á því hversu mikla athygli þú gefur fylgjendum þínum.
Þú getur like-að athugasemdir eða svarað þeim, brugðist við þegar minnst er á þig í athugasemdum eða story eða jafnvel svarað almennum skilaboðum.
Auglýsingar
Hægt er að flokka færslur á samfélagsmiðlum sem annað hvort “Organic” eða “Paid”. Það kostar ekkert að pósta organic efni, þær færslur fara beint inn á miðlana þína og þeir sem fylgja þér sjá það efni?... en samt ekki alveg!
Þar sem organic (isl. náttúruleg) dreifing hefur farið minnkandi og skv. nýjustu tölum eru aðeins um 6% af fylgjendum þínum að sjá það sem þú póstar að meðaltali (þó að það geti verið mismunandi eftir fyrirtækjum).
Paid efni þarf að borga fyrir, markmiðið er að ná til breiðari markhóps, ekki bara til fylgjenda sinna. Þessi leið hefur verið að aukast í vinsældum síðustu ár sökum þess sem við nefnum hér á undan (náttúruleg dreifing er takmörkuð).
Greining
Greining á samfélagsmiðlum felur í sér að fylgjast með árangri herferða þinna. Það sem hægt er að greina eru til dæmis smellir á auglýsinguna, hversu margir heimsóttu heimasíðuna þína, hversu margir skoðuðu auglýsinguna o.s.frv.
Kostir og gallar fyrir lítil fyrirtæki
að markaðssetja á samfélagsmiðlum.

KOSTIR
Aukin sala: Ef vel er að staðið, þá geta auglýsingar á samfélagsmiðlum hjálpað til við að auka sölu fyrirtækis.
ROI (Return On Investment): Auglýsingar á samfélagsmiðlum eru ódýr leið til að byrja að koma vöru eða þjónustu á framfæri, og verður því að teljast góð leið fyrir fyrirtæki sem vilja fara varlega af stað og prófa sig áfram.
Aukin tengsl við viðskiptavini: Fyrirtæki geta átt í persónulegum samskiptum við núverandi og framtíðar viðskiptavini. Það er auðvelt að bregðast við athugasemdum og fyrirspurnum. Jákvæð og góð samskipti ýtir undir traust og eykur viðskiptatengsl.

GALLAR
Fjölbreytt kunnátta: Það á það til að vera þannig, að þeir sem sinna þessum verkefnum innan fyrirtækja þurfa að bera marga hatta. Hvort sem það er að geta sett upp auglýsingar, skrifað skemmtilega texta eða sett upp markaðsefnið, og jafnvel framleiða það! Svo má ekki gleyma að að það þarf að halda þekkingunni við þar sem heimur samfélagsmiðla er síbreytilegur, og alltaf eitthvað nýtt að bætast við flóruna eða breytast.
Tímafrekt: Að vera með viðveru á mörgum samfélagsmiðlum og deila mörgum færslum í mánuði getur verið tímafrekt, auk þess að setja upp auglýsingaherferðir og fylgja þeim eftir. Þá er gott að vera með einhvers konar verkefnastjórnunarkerfi sem hjálpar við að halda utan um allt efnið og tímasetningar: Asana, Trello, ClickUp, og samskonar kerfi ættu að koma sér einkar vel til að halda utan um allt sem þarf að gera.
Takmarkaður markhópur: Það eru ekki allir á samfélagsmiðlum, þó að við á Íslandi séum í einstakri stöðu til að ná til mjög breiðs hóps, hvort sem það er í gegnum samfélagsmiðla, eða aðra stafræna miðla. Þannig ef þinn markhópur er ekki virkur á þeim miðlum sem þú ætlar þér að nota, þarf að skoða aðra birtingarleiðir.

Hvernig á að þróa árangursríka markaðsherferð á samfélagsmiðlum
- Settu upp fjárhagsáætlun og markmið
- Skilgreindu markhópinn þinn
- Rannsakaðu samkeppnisaðilana þína
- Veldu viðeigandi samfélagsmiðla: Það þarf ekki að vera allstaðar!
- Skilgreindu vörumerkið þitt á samfélagsmiðlum
- Rammaðu inn vörumerkið - hvernig það á að birtast þínum markhópi.

- Settu upp fjárhagsáætlun og markmið:
Byrjaðu á því að setja upp fjárhagsáætlun og skilgreina tímaramma. Settu þér skýr og raunhæf markmið út frá fjárhagsáætluninni og markmiðum fyrirtækisins. - Við mælum með að kynna sér SMART (Specific, Measurable, Achievable, Relevant, Time-bound) markið.
- Skilgreindu markhópinn þinn:
Gerðu rannsókn á því hver markhópurinn þinn er. Gott er að skoða hvaða aldurshópar eru á hvaða miðlum. Gott er að ákveða til hvaða hóps er þitt fyrirtæki að reyna að ná til, hver er þinn viðskiptavinur? Skoðaðu staðsetningu, kyn, aldur og annað sem gefur skýra mynd af því hver markhópurinn þinn er. - Rannsakaðu samkeppnisaðilana þína:
Stundum getur samkeppnisgreining flýtt fyrir markhópagreiningunni. Ef þú veist hver þinn helsti samkeppnisaðili er þá er gott að fylgjast með hvað hann er að gera og hver markhópurinn er, það gefur þér innsýn í það hver þinn markhópur getur verið. Með því að rannsaka samkeppnisaðilann getur þú einnig séð hvað þú hefur yfir samkeppnisaðilann. - Hægt er að skoða hvaða efni þeir eru að birta.
- Hægt er að skoða hvaða auglýsingar þeir eru að nota á Meta með því að skoða Meta Ad Library.
- Hægt er að skoða hvaða leitarorð þeir eru að kaupa eða “ranka” fyrir á Google.
- Veldu samfélagsmiðla:
Veldu samfélagsmiðla út frá markhópnum þínum, hvar eru þeir aðallega? Það fer einnig eftir því hvað þú ætlar að auglýsa og hvort að samfélagsmiðilinn styður við það efni sem þú vilt birta. - Góð regla er að velja þá miðla sem munu gefa þér mest hvað varðar svörun frá þínum markhópi og halda sér við þá á meðan þú ert að ná taktinum. Ekki reyna að halda virkni á of mörgum miðlum til að byrja með - Gæði umfram magn!
- Skilgreindu vörumerkið þitt á samfélagsmiðlum:
Haltu stöðugleika í vörumerkinu þínu á milli samfélagsmiðla til þess að auka vörumerkjavitund. Settu upp vörumerkjahandbók til þess að fara eftir og halda öllu í sama stíl. Logo, litir, leturgerð og svo framvegis. - Þróaðu efnisstefnu:
Settu upp birtingaplan í takt við markmiðin, markhópagreininguna og samkeppnisgreininguna. Reyndu að hafa efnið grípandi og skemmtilegt sem fylgjendur þínir vilja skoða. Þetta efni getur verið í allskonar útfærslum; mynd, myndband, blogg, fræðsluefni eða annað.