HVERNIG GETUR ÞÚ NÝTT META OG GOOGLE TIL AÐ NÁ ÁRANGRI

Í AÐDRAGANDA MESTA VERSLUNARTÍMABILS ÁRSINS

HVERNIG GETUR ÞÚ NÝTT META
OG GOOGLE TIL AÐ NÁ ÁRANGRI

Í AÐDRAGANDA MESTA VERSLUNARTÍMABILS ÁRSINS

ER ALLT KLÁRT FYRIR MESTA VERSLUNAR-TÍMABIL ÁRSINS

Mesta verslunartímabils ársins er að nálgast og því er núna rétti tíminn til að hefja undirbúning og byrja að leggja drög að því hvernig þitt fyrirtæki ætlar að hámarka árangurinn


Með dag einhleypra, svartan föstudag og stafrænan mánudag rétt handan við hornið er mikilvægt að vera á undan samkeppninni til að tryggja að vörur þínar og þjónusta séu ofarlega í huga neytenda.


Hér eru nokkur ráð og hugmyndir til að hjálpa þér að ná árangri yfir mesta verslunartímabil ársins.

Meta, Google eða hvort tveggja?  🤔

Ertu ekki viss um á hvað þú átt að leggja áherslu? Meta (Facebook og Instagram) og Google eru hvort tveggja öflugur vettvangur fyrir jólaherferðir, en hver og einn hefur sína kosti. Meta er frábær fyrir sjónrænar og skapandi auglýsingar sem byggja á áhugamálum og hegðun notenda. Á meðan getur Google hjálpað þér að ná til þeirra sem eru í virkri leit að jólagjöfum.

Neytendur og jólainnkaup 🛍️

Samkvæmt nýlegum könnunum (í Bandaríkjunum) segja 83% neytenda að auglýsingar hjálpi þeim við jólainnkaupin. Þetta þýðir að vel skipulagðar og markvissar auglýsingar geta verið lykillinn að því að ná til viðskiptavina á þessum annasömu tímum. Byrjaðu snemma að auglýsa til að tryggja að vörumerkið þitt sé ofarlega í huga neytenda þegar jólin nálgast.

Hugsaðu um stórviðburðina:

Svartan föstudag og Stafrænan mánudag

Viðskiptavinir bíða oft eftir stórum afsláttardögum eins og Svörtum föstudegi (29. nóv.) og Stafrænum mánudegi (2. des.) til að gera stærstu kaup ársins. Þetta eru gullin tækifæri fyrir fyrirtækið þitt til að ná til nýrra viðskiptavina og auka sölu. Að hafa markvissar og áberandi auglýsingar á þessum dögum getur verið lykillinn að velgengni.


Ekki gleyma öðrum stórum dögum eins og Degi einhleypra (11. nóv.) eða jafnvel jólavertíðinni sjálfri. Passaðu að skipuleggja herferðirnar þannig að þær taki mið af þessum dögum, þar sem samkeppnin er gríðarlega hörð.

HVAÐ ÞARF AÐ HAFA Í HUGA

Til að jólaherferðin þín skili árangri er mikilvægt að allt sé í toppstandi:


Netverslun:

Gakktu úr skugga um að allt virki hnökralaust. Er auðvelt að panta? Er „tracking“ á vefsíðunni rétt sett upp? Hvernig er greiðsluferlið? Neytendur vilja að allt sé einfalt og gangi hratt fyrir sig.


Markaðsefni:

Auglýsingarnar þínar þurfa að vera grípandi og skera sig úr. Passaðu að myndirnar séu skýrar, textinn hnitmiðaður og að andi jólanna skíni í gegn; hvort sem þú ert að nota Meta eða Google. Skapandi hönnun er mikilvæg til að laða að viðskiptavini.


Einn bónuspunktur í lokin, ekki byrja of seint að auglýsa! Til viðbótar því að fara yfir punktana hér að ofan er mikilvægt að byrja tímanlega að minna á fyrirtækið og vöruframboðið; ná snertingu við þau áhugasömu, fá þau til að skoða vefsíðuna sem nýtist svo síðar í endurmarkaðssetningu (remarketing) þegar stóru herferðirnar fara af stað.

Hugmyndir að jólaefni

HUGMYNDIR

AÐ JÓLAEFNI

Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir sem þú getur nýtt þér í jólaherferðinni


Ef jólasveinarnir myndu versla í versluninni þinni, hvaða vöru myndu þeir kaupa sér? Þetta gæti verið skemmtileg leið til að sýna mismunandi vörur á húmorískan hátt og skapa skemmtilegt efni á samfélagsmiðlum.


Hugmyndir að jólagjöfum fyrir ákveðnar týpur: Búðu til lista yfir jólagjafir fyrir mismunandi týpur af fólki, eins og íþróttatýpur, förðunarunnendur eða tækninörda. Þetta getur hjálpað viðskiptavinum að finna réttu gjöfina hraðar og auðveldar.



Nálgunin má líka vera skemmtileg: Vertu með skemmtilega leiki þar sem einstaklingar eiga möguleika á að vinna sér inn gjafir með því t.d. að skrá sig á póstlista, sem þú getur svo nýtt til áframhaldandi samskipta í kringum stóru herferðirnar.

Að lokum

Ekki bíða lengur – komdu jólaherferðinni þinni af stað strax! Með réttum auglýsingum, góðri netverslun og skapandi jólaefni getur þú tryggt að vörumerkið þitt verði efst í huga neytenda þegar jólin nálgast. Vertu á undan og náðu til viðskiptavina með áhrifaríkum hætti á þessum mikilvæga tíma ársins.

HAFÐU SAMBAND

Hefur þú áhuga að vita meira?  Bókaðu fund með verkefnastjóra okkar þar sem við förum yfir helstu þjónustur og hvernig við getum aðstoðað þitt fyrirtæki að ná árangri á netinu.

Netfang: embla@dingdigital.is | Símanúmer: +354 519-2121

Contact us